Umsókn um aðild að verðbréfamiðstöðinni skal vera skrifleg og koma skilyrði hennar fram í ákvæðum 2. kafla reglna Nasdaq verðbréfamiðstöðvar hf., ákvæðum 2.1.2 – 2.1.5 (Sjá hér) .

Í umsókninni skal m.a. koma fram:

1.            Nafn, heimilisfang og kennitala lögaðila.

2.            Framkvæmdastjóri, kennitala hans og heimilisfang.

3.            Stjórnarmenn, kennitölur þeirra og heimilisföng.

4.            Löggiltir endurskoðendur, kennitölur þeirra og heimilisföng.

5.            Staðfesting lögbærs stjórnvalds í heimaríki lögaðila á heimild hans til að stunda verðbréfaviðskipti.

 

Þegar umsókn hefur verið samþykkt af verðbréfamiðstöðinni og skrifað hefur verið undir samning, stofnar Nasdaq verðbréfamiðstöð reikningsstofnun í kerfinu og úthlutar henni þriggja stafa auðkenni.

Ef reikningsstofnun er ekki aðili að stórgreiðslukerfi Seðlabankans þarf hún að gera saming við uppgjörsstofnun sem annast peningauppgjörið fyrir hennar hönd.

 

Vinsamlegast hafið samband við okkur í gegnum netfangið ncsdi_help@nasdaq.com til að fá nánari upplýsingar um aðild að verðbréfamiðstöðinni.