Þátttakandi í Nasdaq CSD sem hefur starfsleyfi sem reikningsstofnun ber ábyrgð á eftirfarandi:

  • uppsetningu og starfrækslu  verðbréfareikninga í kerfi Nasdaq CSD,
  • samskiptum við viðskiptavini sína og því að hlíta kröfum um að afla fullnægjandi upplýsinga um þá (e. „know your customer“ eða KYC), kröfum í tengslum við peningaþvætti og öðrum kröfum,
  • að miðla uppgjörsfyrirmælum og fyrirmælum um fyrirtækjaaðgerðir til Nasdaq CSD, þ.e. að senda uppgjörsfyrirmæli, fyrirmæli um breytingar og afturkallanir í kerfið og fá endurgjöf um þessi fyrirmæli frá kerfinu í formi stöðuuppfærslna og staðfestinga,
  • framkvæmd uppgjörs í formi peningagreiðslna eða afhendingar verðbréfa á grundvelli uppgjörsfyrirmæla sem send eru Nasdaq CSD. Skipaður umsjónaraðili reiðufjár hefur með höndum að tryggja peningauppgjör í Nasdaq CSD;
  • að halda utan um og fylgjast með skuldbindingum viðskiptavina sinna til uppgjörs í peningum og verðbréfum í Nasdaq CSD,
  • skráningu, breytingum á og afléttingu veðsetningar,
  • að ganga úr skugga um og staðfesta að upplýsingar sem veittar eru Nasdaq CSD séu réttar.

Unnt er að stýra notandaaðgangi reikningsstofnana að kerfi Nasdaq CSD til að tryggja að eigin starfsemi hverrar þeirra sé aðgreinanleg, þ.e. takmarka aðgang að tilteknum tegundum gagna með því að úthluta aðeins tilteknum starfsþáttum á viðkomandi notandaaðgang.