Þátttakandi í Nasdaq CSD sem er með starfsleyfi sem umsjónaraðili reiðufjár (e. Cash Agent) ber ábyrgð á eftirfarandi:

  • að tryggja og veita reiðufé fyrir peningahluta uppgjörs viðskipta með verðbréf þátttakenda í Nasdaq CSD og til útgreiðslna vegna fyrirtækjaaðgerða, séu verðbréfin ekki T2S-hæf eða þau gefin út í gjaldmiðli sem ekki er T2S-hæfur,
  • eftirliti með uppgjörsskyldum reikningsstofnunar/-stofnana sem viðkomandi umsjónaraðili reiðufjár veitir þjónustu, auk þess að millifæra nægjanlegt reiðufé svo reikningsstofnuninni sé unnt að framkvæma uppgjör.

Umsjónaraðilar reiðufjár geta veitt eigin reikningsstofnun þjónustu sína og/eða öðrum þátttakendum í Nasdaq CSD sem hafa ekki sjálfir starfsleyfi sem umsjónaraðilar reiðufjár hjá Nasdaq CSD.