Hér fyrir neðan er að finna lýsingu á sex einföldum skrefum sem umsækjandi þarf að taka til að verða þátttakandi í Nasdaq CSD. Nánari upplýsingar um þátttökuskilyrði er að finna í reglum Nasdaq CSD (kafla 3.2). Þátttakandi getur gegnt einu eða fleiri af eftirfarandi hlutverkum hjá Nasdaq CSD: reikningsstofnun, umsjónaraðili reiðufjár (e. Cash Agent), umboðsaðili útgefanda (e. Issuer Agent), umsjónaraðili sjóðs (e. Fund Administrator).

  1. Aðili sem óskar eftir að gerast þátttakandi leggur fram þátttökuumsókn.
  2. Nasdaq CSD gerir bráðabirgðamat á umsókninni.
  3. Nasdaq CSD tilkynnir umsækjanda um ákvörðun sína.
  4. Umsækjandi leggur fram samning og öll önnur skjöl (rafræn undirskrift eða prentað eintak).
  5. Tenging er sett upp, umsækjandi gengst undir vottunarpróf og sendir skýrslu um niðurstöðu prófsins.
  6. Framkvæmdastjórn Nasdaq CSD tekur ákvörðun innan 30 daga um hvort umsækjandi er samþykktur.

Umsókn um þáttöku og viðbótargögn má senda Nasdaq CSD með tölvupósti á csd.iceland@nasdaq.com.