Hér fyrir neðan er að finna lýsingu á sex einföldum skrefum sem umsækjandi þarf að taka til að verða þátttakandi í Nasdaq CSD. Nánari upplýsingar um þátttökuskilyrði er að finna í reglum Nasdaq CSD (kafla 3.2). Þátttakandi getur gegnt einu eða fleiri af eftirfarandi hlutverkum hjá Nasdaq CSD: reikningsstofnun, umsjónaraðili reiðufjár (e. Cash Agent), umboðsaðili útgefanda (e. Issuer Agent), umsjónaraðili sjóðs (e. Fund Administrator).

  1. Aðili sem óskar eftir að gerast þátttakandi leggur fram þátttökuumsókn.
  2. Nasdaq CSD gerir bráðabirgðamat á umsókninni.
  3. Nasdaq CSD tilkynnir umsækjanda um ákvörðun sína.
  4. Umsækjandi leggur fram samning og öll önnur skjöl (rafræn undirskrift eða prentað eintak).
  5. Tenging er sett upp, umsækjandi gengst undir vottunarpróf og sendir skýrslu um niðurstöðu prófsins.
  6. Framkvæmdastjórn Nasdaq CSD tekur ákvörðun innan 30 daga um hvort umsækjandi er samþykktur.

Umsókn um þáttöku og viðbótargögn má senda Nasdaq CSD með tölvupósti á csd.iceland@nasdaq.com.

 

3.2 Stofnun og starfræksla reikninga

 

Á verðbréfareikningum á Íslandi eru aðeins verðbréf sem ekki eru T2S-hæf.

Tegundir Nasdaq CSD reikninga Reikningur þátttakanda í verðbréfamiðstöð Safnreikningur fleiri en eins umbjóðanda  (e. omnibus account)  í verðbréfamiðstöð Útgáfureikningur
Safnreikningur
Aðgreindur safnreikningur
Eigandareikningur
Sameiginlegur eigandareikningur
Meðeigendareikningur
Eigandareikningur vegna veðs
Eigin reikningur þátttakanda
Reikningur þátttakanda vegna veðs
Safnreikningur fleiri en eins umbjóðanda (e. omnibus account)
Dreifingarreikningur

 

Allir verðbréfareikningar í Eistlandi, Lettlandi og Litháen teljast hafa að geyma bæði T2S-hæf bréf og bréf sem ekki eru T2S-hæf og eru endurgerðir í T2S uppgjörskerfinu. Reikningsstofnanir senda Nasdaq CSD beiðnir um að stofna verðbréfareikninga og framkvæma aðgerðir á þeim. Þær eru sendar gegnum annaðhvort myndrænt notendaviðmót (GUI) Nasdaq CSD kerfisins eða með ISO 20022 skilaboðum. Beiðnir um að stofna eða framkvæma aðgerðir á reikningum í eistneska, lettneska eða litháíska verðbréfauppgjörskerfinu eru framsendar til T2S og að fengnu samþykki eru þær fullafgreiddar í kerfi Nasdaq CSD. Aðgerð á reikningi í kerfi Nasdaq CSD gangsetur þannig strax endurgerð reikningsins í T2S og er aðeins afgreidd að loknu tæknilegu og viðskiptalegu prófunarferli í bæði kerfi Nasdaq CSD og T2S-kerfinu.

  T2S VERÐBRÉFAREIKNINGAR
Tegundir Nasdaq CSD reikninga Reikningur þátttakanda í verðbréfamiðstöð Safnreikningur fleiri en eins umbjóðanda  (e. omnibus account) í verðbréfamiðstöð Útgáfureikningur
Safnreikningur
Aðgreindur safnreikningur
Eigandareikningur
Sameiginlegur eigandareikningur
Meðeigendareikningur
Eigandareikningur vegna veðs
Eigin reikningur þátttakanda
Reikningur þátttakanda vegna veðs
Safnreikningur fleiri en eins umbjóðanda (e. omnibus account)
Dreifingarreikningur

 

Komi upp vandamál í T2S er stofnun reikningsins eða aðgerðum á honum frestað þar til málið hefur verið rannsakað. Notandinn getur fylgst með stöðu endurgerðar reikningsins í GUI-viðmóti kerfis Nasdaq CSD og gegnum skilaboð.

Allir nýir verðbréfareikningar eru stofnaðir sem T2S-reikningar jafnvel þótt þeir hafi aðeins að geyma verðbréf sem ekki eru T2S-hæf, en í slíkum tilfellum er reikningurinn ekki með neinar stöður í T2S.

Uppgjör í íslenska uppgjörskerfinu eiga sér ekki stað í T2S og því eru slíkir reikningar ekki endurgerðir í T2S.

Allar aðgerðir eru skráðar og rekjanlegar í viðkomandi kerfi.