Nasdaq CSD er „fyrsti viðkomustaður“ nýútgefinna verðbréfa í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og á Íslandi. Þjónusta okkar gerir kleift að halda utan um verðbréfaeignir með rafrænni skráningu og rafrænu framsali frá einum fjárfesti til annars.

Auk skráningarþjónustu veitir Nasdaq CSD útgefendum þjónustu í tengslum við fyrirtækjaaðgerðir, upplýsingaþjónustu (skráahald, upplýsingar um hluthafa, þjónustu við sjóði, tölfræðilegar upplýsingar), úthlutar auðkennisnúmerum o.fl.

Skráning hlutabréfa í Nasdaq CSD eykur gagnsæi og trúverðugleika útgefanda bréfanna og veitir honum fleiri tækifæri til að kynna sig fyrir almenningi, lánveitendum og erlendum fjárfestum. Miðlægt, rafrænt skráningarkerfi gerir eigendum fyrirtækja, stjórnendum þeirra og þriðju aðilum með tilskilin réttindi kleift að fylgjast auðveldlega með eignarhaldi fyrirtækisins og öllum breytingum þar á. Einnig gerir kerfið verðbréfin tiltæk til veðsetningar fyrir lánum eða öðrum skuldbindingum.

Skráning verðbréfa tryggir að eignarréttindi hluthafa séu framfylgjanleg og eykur öryggi í umferð bréfanna sem og traust fjárfesta, samstarfsaðila og fjármálastofnana. Fyrirtæki með verðbréf sín skráð hjá Nasdaq CSD geta sparað sér kostnað við sölu og veðsetningu bréfanna, enda er þá ekki þörf á sérstakri lögbókun eignarskráningar, auk þess sem stjórnendur félagsins þurfa ekki að halda hlutaskrá eða hluthafalista.

Greiða þarf gjald fyrir að hafa verðbréf í skráningu hjá verðbréfamiðstöð. Greiðsla gjalds vegna útgáfu verðbréfa (e. maintenance fee)  fyrir rafræna umsýslu í miðlægri skrá Nasdaq CSD gerir áframhaldandi utanumhald  og þjónustu í tengslum við gögn í skránni mögulega og tryggir þannig réttleika og aðgengileika þeirra.