Nasdaq CSD hefur milligöngu um arðgreiðslu fyrir hlutabréf útgefin hjá verðbréfamiðstöðinni.

Umsóknareyðublað vegna arðgreiðslu má finna hér að neðan:

Umsókn vegna arðgreiðslu

 Lykildagsetningar:

Tilkynningardagur (e.announcement date, declaration date)

Ákvörðun stjórnar um greiðslu arðs tilkynnt opinberlega.

Arðleysisdagur (e. ex-date)

Fyrsti dagur viðskipta án arðsréttinda.

Viðmiðunardagur (e. record date)

Hluthafar skráðir í hluthafaskrá félags í lok viðmiðunardags eiga rétt á arði.

Greiðsludagur (e. payment date)

Útgefandi greiðir arð til hluthafa.

Dæmi um feril arðgreiðslu á markaði þar sem uppgjör fer fram 2 dögum eftir viðskiptadag (T+2)

Yfirleitt hefjast viðskipti án arðsréttinda daginn eftir arðsákvörðunardag sem yfirleitt er aðalfundardagur og hefur sú venja skapast á íslenska markaðnum.

Aðilar tilgreindir í hluthafaskrá í lok viðmiðunardags fá greiddan arð.  Hafi utanþingsviðskipti átt sér stað á arðleysisdegi og kaupandi og seljandi hafa komið sér saman um að uppgjör fari fram á viðmiðunardegi, fær kaupandinn greiddan arð þó hann eigi ekki rétt á honum enda sé reglan um arðleysisdag viðskipta í gildi.  Í þeim tilfellum verða hluthafar, eða eftir atvikum vörsluaðilar hluthafa, að sækja réttinn sín á milli (e.dividend claim).