Útgefandi hefur rétt á að skipa umboðsaðila („umboðsaðila útgefanda “ (e. Issuer Agent) eða „umsjónaraðila sjóðs “ (e. Fund Administrator)) sem hefur umboð til að aðhafast fyrir hönd útgefandans. Umboðsaðili útgefanda ber ásamt öðrum ábyrgð á þjónustu við útgefanda verðbréfanna og dreifingu þeirra til fjárfesta í frumútboði.

Skipun umboðsaðila útgefanda er háð heimild Nasdaq CSD.