Kerfi Nasdaq CSD eru opin til uppgjörs á þeim dögum sem TARGET2-Securities verðbréfaviðskiptakerfið (T2S) er opið. Nasdaq CSD kerfið starfar því á dögum sem eru annars frídagar í viðkomandi landi ef T2S-kerfið er opið.
Kerfi Nasdaq CSD eru opin til uppgjörs á virkum dögum. Verðbréfamiðstöðin annast engin uppgjör á eftirfarandi dögum, óháð gjaldmiðli:
- Alla laugardaga
- Alla sunnudaga
- Föstudaginn langa
- Annan í páskum
- 1. maí (dagur verkalýðsins)
- 25. desember (jóladagur)
- 26. desember (annar í jólum)
- 1. janúar (nýársdagur)
Sé um að ræða fjármálagerninga sem eru aðeins gerðir upp í viðkomandi landi (þ.e. ekki gegnum T2S) er farið eftir frídögum þess lands.
Frídagur | Dagsetning 2020 | Tallinn | Reykjavik | Riga | Vilnius | T2S | TARGET2 |
Nýársdagur | Jan 1 | X | X | X | X | X | X |
Dagur endurheimtar sjálfstæðis litháenska ríkisins | Feb 16 | X | |||||
Sjálfstæðisdagur Eistlands | Feb 24 | X | |||||
Dagur endurheimtar sjálfstæðis Litháens | Mar 11 | X | |||||
Skírdagur | Apr 9 | X | |||||
Föstudagurinn langi | Apr 10 | X | X | X | X | X | |
Annar í páskum | Apr 13 | X | X | X | X | X | |
Sumardagurinn fyrsti | Apr 23 | X | |||||
Alþjóðlegur dagur verkalýðsins | Maí 1 | X | X | X | X | X | |
Dagur sjálfstæðisyfirlýsingar Lettlands | Maí 4 | X | |||||
Uppstigningardagur | Maí 21 | X | |||||
Annar í hvítasunnu | Jún 1 | X | |||||
Þjóðhátíðardagur Íslands | Jún 17 | X | |||||
Sigurdagurinn í Eistlandi | Jún 23 | X | |||||
Jónsmessunótt | Jún 23 | X | |||||
Jónsmessa | Jún 24 | X | X | X | |||
Ríkisdagur Litháens | Júl 6 | X | |||||
Frídagur verslunarmanna | Ágú 3 | X | |||||
Maríumessa hin fyrri | Ágú 15 | X | |||||
Dagur endurheimtar sjálfstæðis Eistlands | Ágú 20 | X | |||||
Allra heilagra messa | Nóv 1 | X | |||||
Allra sálna messa | Nóv 2 | X | |||||
Yfirlýsingin um stofnun Lýðveldisins Lettlands | Nóv 18 | X | |||||
Aðfangadagur jóla | Des 24 | X | X | X | X | ||
Jóladagur | Des 25 | X | X | X | X | X | X |
Annar í jólum | Des 26 | X | X | X | X | X | X |
Gamlársdagur | Des 31* | X** | X |
Hvert verðbréfauppgjörskerfi fylgir þannig frídögum síns lands.
* Athygli er vakin á því að tveir uppgjörshringir eru keyrðir á gamlársdag sá fyrri klukkan 9:15 og sá seinni klukkan 11:45.
** Lokað frá hádegi á gamlársdag.
Almennur afgreiðslutími kerfis verðbréfamiðstöðvanna er milli 08:00 og 19:00 í Eistlandi, Lettlandi og Litháen og milli 08:00 og 17:00 á Íslandi, að staðartíma. Á afgreiðslutíma eru eftirfarandi aðgerðir mögulegar:
- innsetning og pörun uppgjörsfyrirmæla,
- innsetning og pörun aðgerðafyrirmæla (e. maintenance instructions),
- millifærsla peninga til greiðsluhluta kerfis eftir þörfum til að framkvæma uppgjörsfyrirmæli,
- uppgjör samkvæmt uppgjörsfyrirmælum,
- aðrar aðgerðir.
Pörun og aðgerðir á uppgjörsfyrirmælum eru framkvæmdar samfellt á almennum afgreiðslutíma, og í þremur lotum gegn greiðslu á Íslandi. Uppgjörsfyrirmæli um T2S-gerninga í Eystrasaltsríkjunum eru framkvæmd í T2S-kerfinu séu þau ekki upprunalega færð inn sem fyrirmæli sem hafa þegar verið pöruð.
Fyrirmæli um uppgjör án greiðslu (FoP) eru gerð upp samfellt í rauntíma á almennum afgreiðslutíma. FoP-uppgjör eru framkvæmd til kl. 19:00 í Eistlandi, Lettlandi og Litháen og til kl. 17:00 á Íslandi.
Fyrirmæli um afhendingu gegn greiðslu (DvP) eru gerð upp samfellt í rauntíma á almennum afgreiðslutíma, nema á Íslandi. DvP-uppgjör eru framkvæmd til kl. 17:00 í Eistlandi, Lettlandi og Litháen.
Fyrirmæli um DvP-uppgjör eru gerð upp í þremur lotum á Íslandi: kl. 09:15, 11:45 og 15:00.
Á dagslokatímabilinu milli kl. 19:00 og 21:00 í Eistlandi, Lettlandi og Litháen:
- er Nasdaq CSD kerfið opið fyrir fyrirspurnir þátttakenda (gegnum GUI-notendaviðmót og skilaboð),
- sendir Nasdaq CSD kerfið þátttakendum skýrslur í áskrift,
- Á milli kl. 19:45 og 21:00 sendir Nasdaq CSD uppgjörsfyrirmæli til T2S til afgreiðslu í næturuppgjöri (e. Night-Time Settlement eða NTS) til uppgjörs á tilætluðum uppgjörsdegi (e. Intended Settlement Date eða ISD). Vinsamlega athugið að tilætlaður uppgjörsdagur (ISD) hefst í T2S á ISD -1 kl. 21:00.
Á dagslokatímabilinu milli kl. 17:00 og 20:00 á Íslandi:
er Nasdaq CSD kerfið opið fyrir fyrirspurnir þátttakenda (gegnum GUI-notendaviðmót og skilaboð), sendir Nasdaq CSD kerfið þátttakendum skýrslur í áskrift.
Á næturtímabilinu milli kl. 21:00 og 08:00 í Eistlandi, Lettlandi og Litháen:
- er Nasdaq CSD kerfið opið þátttakendum á næturtíma, en ekki þjónustað af rekstrarsviðinu (Nasdaq CSD Operations). Ferli sem eiga sér stað á þessum tíma eru ekki undir virku eftirliti, auk þess sem stuðningur við þátttakendur í tengslum við villur í aðgerðum er ekki tiltækur.
- Nasdaq CSD kerfið er samstillt gögnum sem berast frá T2S NTS (fyrstu NTS-umferð lýkur í síðasta lagi kl. 23:00) og sendir þátttakendum í Nasdaq CSD upplýsingar um stöðu uppgjörsfyrirmæla og/eða staðfestingarskilaboð (séu þeir í áskrift).
Á næturtímabilinu milli kl. 17:00 og 08:00 á Íslandi:
- er Nasdaq CSD kerfið opið fyrir fyrirspurnir þátttakenda (gegnum GUI-notendaviðmót og skilaboð). Ekki er þó gert ráð fyrir að þátttakendur í Nasdaq CSD noti kerfi Nasdaq CSD og því hefur rekstrarsvið fyrirtækisins (Nasdaq CSD Operations) hvorki virkt eftirlit með ferlum sem eiga sér stað á þeim tíma né veitir það þátttakendum aðstoð ef upp koma villur í aðgerðum.
- fá þátttakendur í áskrift skýrslur frá kerfi Nasdaq CSD.