Nasdaq CSD veitir eignaskráningarþjónusta gegnum höfuðstöðvar sínar í Lettlandi og útibú sín í Eistlandi, Litháen og á Íslandi.

Verðbréf sem sótt er um skráningu á verða að fullnægja vissum skilyrðum og öðrum ákvæðum reglna Nasdaq CSD. Sem aðili að Alþjóðasamtökum opinberra skráningarstofnana auðkennisnúmera (e. Association of National Numbering Agencies eða ANNA) úthlutar Nasdaq CSD bæði ISIN-númerum og CFI-kóðum (e. Classification of Financial Instruments) við frumskráningu  verðbréfa í uppgjörskerfi gegnum höfuðstöðvar sínar í Lettlandi eða útibú sín í Eistlandi, Litháen og á Íslandi.

Almennt tekur Nasdaq CSD við verðbréfum til skráningar í heimauppgjörskerfi viðkomandi útgefanda:

  • Hlutabréf fyrirtækja sem eru skráð í Eistlandi og önnur verðbréf sem eru stofnuð samkvæmt eistneskum lögum eru skráð í eistneska uppgjörskerfið.
  • Hlutabréf fyrirtækja sem eru skráð í Lettlandi og önnur verðbréf sem eru stofnuð samkvæmt lettneskum lögum eru skráð í lettneska uppgjörskerfið.
  • Hlutabréf fyrirtækja sem eru skráð í Litháen og önnur verðbréf sem eru stofnuð samkvæmt litháískum lögum eru skráð í litháíska uppgjörskerfið.
  • Hlutabréf fyrirtækja sem eru skráð á Íslandi og önnur verðbréf sem eru stofnuð samkvæmt Íslenskum lögum eru skráð í íslenska uppgjörskerfið.

Einnig kann Nasdaq CSD að taka til skráningar, í hvaða uppgjörskerfi sitt sem er, verðbréf erlends útgefanda – þ.e. útgefanda með starfsemi sína skráða í annarri lögsögu en þeirra uppgjörskerfa sem sótt er um frumskráningu bréfanna í – sem sækist eftir því að nýta sér útgáfufrelsið, að því tilskildu að hann hlíti skráningarskilyrðum og að Nasdaq CSD hlíti ákvæðum e-liðar 3. mgr. 23. gr. og 49. gr. CSDR-reglugerðarinnar.