Þátttakanda í Nasdaq CSD, eða fjárfesti sem aðhefst gegnum þátttakanda í Nasdaq CSD, er heimilt að stofna í eigin nafni ýmsar tegundir rekstrarreikninga sem eru aðeins notaðir til heildar-utanumhalds verðbréfa í þeim uppgjörskerfum þar sem þátttakandinn hefur öðlast stöðu kerfisþátttakanda. Verðbréfareikningur fyrir verðbréf með sama ISIN-númer stofnast við fyrstu færslu viðkomandi verðbréfa á nafn eiganda rekstrarreikningsins.
Nasdaq CSD býður upp á tegundir reikninga sem unnt er að eiga í hverju uppgjörskerfanna sem er:
– safnreikning (í nafni kerfisþátttakanda eða viðskiptavinar kerfisins),
– eigin reikning þátttakanda,
– eigandareikning (í nafni endanlegs fjárfestis).
Hver verðbréfareikningur hefur einkvæmt reikningsnúmer sem samanstendur af:
- númeri rekstrarreiknings, sem sýnir tegund reiknings og lagaleg áhrif þess að eiga verðbréf á honum (svo sem stig eignaaðgreiningar og réttindi að verðbréfum, eftir atvikum) og
- ISIN-númeri verðbréfanna sem færð eru á reikninginn á nafn eiganda rekstrarreikningsins; ISIN-númerið tilgreinir uppgjörskerfið sem þau eru frumskráð í og þar með hvaða lög gilda um verðbréfaeignina.
Verðbréf sem skráð eru í Nasdaq CSD eru varðveitt í uppgjörskerfinu þar sem þau eru skráð. Verðbréf í vörslu Nasdaq CSD sem verðbréfamiðstöðvar fjárfestismegin (e. investor CSD) gegnum samtengingu verðbréfamiðstöðva teljast varðveitt í sjálfvöldu uppgjörskerfi reikningsstofnunarinnar, nema hún hafi valið annað sjálfvalið uppgjörskerfi fyrir viðkomandi rekstrarreikning.
Eignarhaldslegir þættir verðbréfa (réttindi að verðbréfum, veðréttindi og önnur bein eða óbein réttindi) sem reikningshafi hefur í vörslu í:
- Eistneska uppgjörskerfinu lúta eistneskum lögum,
- Lettneska uppgjörskerfinu lúta lettneskum lögum,
- Litháíska uppgjörskerfinu lúta litháískum lögum.
- Íslenska uppgjörskerfinu lúta íslenskum lögum.