Nasdaq CSD annast peningahluta uppgjörs vegna fyrirmæla um afhendingu gegn greiðslu (DvP) og útgreiðslur vegna fyrirtækjaaðgerða í, annars vegar, evrum og íslenskum krónum í seðlabankapeningum og, hins vegar, í Bandaríkjadölum í viðskiptabankapeningum (e. commercial bank money).

Peningahluti uppgjörs vegna DvP-fyrirmæla í T2S-hæfum verðbréfum í evrum er gerður upp gegnum sérstakan peningareikning (e. Dedicated Cash Account eða DCA) hjá greiðslubanka í T2S. Peningahluti uppgjörs vegna DvP-fyrirmæla um verðbréf sem eru ekki T2S-hæf er hins vegar gerður upp gegnum peningareikning í stórgreiðslukerfi Seðlabanka Evrópu (TARGET2). Peningahluti uppgjörs vegna DvP-fyrirmæla í íslenska uppgjörskerfinu er framkvæmdur hjá Seðlabanka Íslands gegnum reikninga þátttakenda hjá Seðlabankanum.

Nasdaq CSD notast við tiltekna lánastofnun til að annast peningahluta uppgjörs í Bandaríkjadölum.