Nasdaq leggur áherslu á að gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til að tryggja að markaðir sínir starfi á sem heilbrigðastan hátt og í samræmi við gildandi lög. Fyrirtækið gerir sér grein fyrir mikilvægi persónuverndarreglugerðar Evrópusambandsins (e. General Data Protection Regulation eða GDPR) fyrir viðskiptavini og aðila sína. Því leggur Nasdaq CSD ríka áherslu á að fara að kröfum og meginreglum GDPR-reglugerðarinnar, þ.m.t. að vernda persónuupplýsingar og virða réttindi einstaklinga í tengslum við upplýsingar sem verðbréfamiðstöðin vinnur með. Þetta er grundvallarskuldbinding í starfsemi Nasdaq, sem endurspeglast í persónuverndarstefnu, samningum og persónuverndarráðstöfunum fyrirtækisins.

Upplýsingabréf um persónuvernd

Í eftirfarandi upplýsingabréfum um persónuvernd, einu fyrir hverja tegund eftirlitsskyldrar starfsemi Nasdaq í Evrópu, er gerð grein fyrir verklagi Nasdaq CSD við meðferð persónuupplýsinga samkvæmt GDPR-reglugerðinni. Viðskiptavinir og markaðsaðilar geta þannig kynnt sér hvernig Nasdaq CSD verndar persónuupplýsingar, auk þess að vernda þá fyrir svikum, tryggja skilvirkni markaða og uppfylla eftirlitstengdar skyldur. Nasdaq hefur gagnsæi í hávegum gagnvart öllum viðskiptavinum og markaðsaðilum sínum þegar kemur að vinnslu persónuupplýsinga og persónuvernd. Í bréfunum er að finna upplýsingar um hvernig má hafa samband við Nasdaq vegna persónuverndar. Bréfin lýsa því einnig hvernig hlítni við GDPR-reglugerðina er samofin þjónustu og afurðum Nasdaq og hafa að geyma samantekt um persónuverndaráætlun Nasdaq.

Kauphallir Nasdaq á Norðurlöndum og í Eystrasaltsríkjum
Nasdaq verðbréfamiðstöðvarnar og AS Pensionikeskus

Persónuverndarstefna Nasdaq

Persónuverndarstefna Nasdaq miðar að því að uppfylla kröfur um gagnsæi og hlítni samkvæmt GDPR-reglugerðinni. Stefnan lýsir því hvernig Nasdaq safnar, notar og birtir persónuupplýsingar um viðskiptavini og markaðsaðila sem Nasdaq veitir þjónustu og/eða afurðir og um þá sem kanna möguleika á eða eru í viðskiptasambandi við Nasdaq og/eða nota vefsíður þess og þjónustu á netinu. Persónuverndarstefnan gildir um allar persónuupplýsingar sem Nasdaq vinnur með. Hún lýsir réttindum viðskiptavina og hvernig má nýta þau réttindi.

Persónuverndarstefna Nasdaq