Nasdaq CSD er með höfuðstöðvar sínar í Lettlandi og rekur útibú í Eistlandi, Litháen og á Íslandi. Fyrirtækið hefur starfsleyfi lettneska fjármálaeftirlitsins (FKTK) til að veita þjónustu verðbréfamiðstöðvar samkvæmt reglugerð ESB um bætt verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar (e. Central Securities Depositories Regulation eða CSDR) og til að starfa sem skráningarstofa fyrir Miðlæga verðbréfaskrá Eistlands (EVK).
Nasdaq CSD starfar í formi svonefnds Evrópufélags (Societas Europaea) í skilningi reglugerðar ráðsins (EB) nr. 2157/2001 frá 8. október 2001, um samþykktir fyrir Evrópufélög (SE), í samræmi við lettnesk fyrirtækjalög og lög um Evrópufélög.
Helstu lög, með áorðnum breytingum, og Evrópugerðir sem gilda um starfsemi Nasdaq CSD og öll uppgjörskerfi þess eru eftirfarandi:
- Reglugerð Evrópuþingsins og ráðsins (ESB) nr. 909/2014 frá 23. júlí 2014 um bætt verðbréfauppgjör í Evrópusambandinu og um verðbréfamiðstöðvar og um breytingu á tilskipunum 98/26/EB og 2014/65/ESB og reglugerð (ESB) nr. 236/2012 og framseldar gerðir
- Lög til innleiðingar á tilskipun Evrópuþingsins og ráðsins 98/26/EB frá 19. maí 1998 um endanlegt uppgjör í greiðslukerfum og uppgjörskerfum fyrir verðbréf
- Tilskipun um samninga um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir
- Lettnesk lög um markaði með fjármálagerninga
Helstu lög sem gilda um eistneska uppgjörskerfið:
- Lög um verðbréfaskráningu (Väärtpaberite registri seadus)
- Lög um verðbréfamarkaði
- Fyrirtækjalög
- Lög um fjárfestingasjóði
Helstu lög sem gilda um íslenska uppgjörskerfið:
- Lög um verðbréfamiðstöðvar, uppgjör og rafræna eignarskráningu fjármálagerninga
- Lög um verðbréfaviðskipti
- Lög um hlutafélög
- Lög um öryggi fyrirmæla í greiðslukerfum og verðbréfauppgjörskerfum
- Lög um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir
Helstu lög sem gilda um lettneska uppgjörskerfið:
- Fyrirtækjalög
- Lög um markaði með fjármálagerninga
- Lög um endanlegt uppgjör í greiðslukerfum og uppgjörskerfum fyrir fjármálagerninga
- Lög um fjárhagslegar tryggingarráðstafanir
Helstu lög sem gilda um litháíska uppgjörskerfið:
- Lög um fyrirtæki
- Lög um markaði með fjármálagerninga
- Lög um verðbréf
- Lög um banka
- Lög um endanlegt uppgjör í greiðslukerfum og uppgjörskerfum fyrir verðbréf
- Lög um fjármálastofnanir
- Lög um sjóði um sameiginlega fjárfestingu
Tilskipanir: