Nasdaq CSD SE (Societas Europaea) rekur verðbréfamiðstöðvar í Eystrasaltsríkjunum þremur og á Íslandi. Fyrirtækið veitir margháttaða verðbréfaþjónustu og rekur eftirviðskiptainnviði fyrir þátttakendur á öllum þessum fjórum mörkuðum. Það hefur starfsleyfi samkvæmt reglugerð ESB um bætt verðbréfauppgjör og verðbréfamiðstöðvar (e. Central Securities Depositories Regulation eða CSDR) og lýtur eftirliti eistneskra, lettneskra, litháískra og íslenskra eftirlitsstofnana, sem starfa saman í samræmi við þá reglugerð.