Nasdaq CSD hefur starfsleyfi samkvæmt CSDR-reglugerðinni og starfar í Eistlandi, Lettlandi, Litháen og á Íslandi. Verðbréfamiðstöðin er knúin nútímalegu sjálfvirku greiðslumiðlunarkerfi (e. straight-through-processing eða STP) sem er tengt við samevrópska T2S-kerfið til verðbréfauppgjörs í seðlabankapeningum. Nasdaq CSD leggur áherslu á framúrskarandi þjónustu og hámarksskilvirkni og þjónar öllum fjórum mörkuðum sínum í samræmi við ströngustu rekstrarkröfur.

Verðbréfauppgjörskerfin fjögur eru rekin á einu og sama kerfi Nasdaq CSD og viðmóti að T2S. Þjónusta á hverjum stað er veitt með aðlægum kerfum.

Nasdaq CSD býður upp á nettengingarlausn sem virkar sem gátt í innviðakerfi þess. Netkerfið byggir á MPLS VPN-tækni, hefur hátt umfremdarstig (e. redundancy) og tryggir hagkvæm og stórvirk samskipti við markaði Nasdaq CSD. Unnt er að tengjast kerfinu með annaðhvort leigulínu eða VPN. Þátttakendur í Nasdaq CSD eru hvattir til að íhuga að hafa viðbótartengingu til öryggis.

Nasdaq CSD mælir með leigulínu sem aðaltengingu og VPN sem varatengingu. Þátttakendur í Nasdaq CSD bera þó ábyrgð á því að ákveða fjölda og val tenginga.